föstudagur, 18. maí 2007

Hank Hermann

Það getur verið að Henry Hermann sé búinn að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Það gæti verið annað hvort söngvari eða fréttamaður. Fyrir um ári síðan fór hann að taka uppá því að finna eitthvað sem var ílangt í laginu og notaði það fyrir míkrafón. Hann annað hvort söng hástöfum eða þóttist tala í míkrafóninn og svo beina míkrafóninum að okkur og beið eftir að við sögðum eitthvað. Eftir að við töluðum í míkrafóninn beindi hann honum svo aftur að sér og svo til baka til okkar og svona gekk það fram og til baka.

Við gáfum honum leikfangahljómborð í jólagjöf og fylgdi míkrafónn með. Það var eins og hann hafi dottið í lukkupottinn. Það er vefsíða á vegum Yahoo! sem er með myndbönd af krökkum sem syngja með lögum. Henry biður okkur oft um að fara á þessa síðu og þegar við leyfum honum það, hleypur hann og finnur míkrafóninn sinn og byrjar svo að hoppa og syngja hástöfum.

Ég tók upp á símann minn video af honum í kvöld þar sem hann var að syngja með þessarri vefsíðu. Ég setti videoið á vefsíðu til að reyna að leyfa ykkur að sjá. Þetta er prufa hjá mér og vona ég að það takist. Ég held hins vegar að það sé ekki hljóð, en hækkið samt upp í hátölurunum til vonar og vara.

Hvernig hljómar Hank Hermann sem sviðsnafn...?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha, dúllukrúttið litla...

Dan fyrir aftan virtist skemmta sér gríðarlega :p

Nafnlaus sagði...

Hann er greinilega á leið í American Idol. Það heyrðist samt ekkert.

Kveðja