Ég er svaka ánægð með þennan bíl. Þetta er Volvo xc70 sem er station bíll og er blár á litinn. Svaka gott að keyra hann, með alls konar fínum fítusum eins og minni fyrir sætisstillingu bílstjóramegin, sem er nauðsynlegt fyrir okkur þar sem Dan og ég höfum mjög mismunandi stillingu fyrir sætið svo ekki sé meira sagt. Við bara ýtum á takka og þá fer sætið í þá stellingu sem við settum inn í minnið. Aftursætin hafa innbyggð barnasæti þannig að við þurfum ekki að nota barnabílstól.
Hérna er mynd af bílnum og eru fleiri myndir af honum í "videos og myndir". :)

2 ummæli:
Til hamingju með bílinn, þetta er frábært. Hvað eru þetta margir kílómetrar á ári, maður er svo illa að sér í þessum mílum.
24,000 km.
Skrifa ummæli