miðvikudagur, 5. desember 2007

♪ Snjókorn falla, á allt og alla ♪

Allt í kafi í snjó! Það byrjaði að snjóa klukkan 8 í morgun og er búið að snjóa stanslaust núna þegar klukkan er 19:00. Ég lét Dan fara á bílnum í morgun að lestinni í stað þess að við Henry keyrðum hans eins og við gerum vanalega. Það var spáð þessari snjókomu og ég vildi ekki vera að keyra í slæmri færð þar sem við erum ekki með nagladekk eins og heima á Íslandi.

Ég fylgdist með sjónvarpsstöðinni sem er með fréttir frá skólum í sýslunni okkar, því þeir eru fyrstir með fréttir ef skólar eru lokaðir vegna veðurs. Það er ákveðið fyrir klukkan 5 á morgnana hvort skólar verða lokaðir eða ekki. Þeir greinilega ákváðu að senda krakkana í skólann, en þegar strætó kom að sækja Henry Hermann, þá sagði Bonnie bílstjóri að það væri strax komin slæm færð og mörg slys alls staðar. Hún hélt jafnvel að þeir myndi hætta við að hafa kennslu. Ég hélt áfram að fylgjast með sjónvarpsstöðinni, til að sjá hvort hleypt væri heim fyrr og það kom á daginn að það átti að hleypa heim úr skólum 2 tímum fyrr. Það er hins vegar miðað við heilan skóladag og þýddi þá klukkan hálf tvö. Það var líka sagt að krakkar sem væru hálfan daginn fyrir hádegi, yrðu eftir og færu heim með heilsdagskrökkunum klukkan hálf tvö.

Kennarinn hringdi í mig klukkan ellefu og sagði mér frá þessum fréttum, en venjulega er Henry Hermann búinn í skólanum klukkan hálf tólf. Svo hringdi hún aftur í mig klukkan hálf tólf og sagði mér að strætó hefði komið og krakkarnir í hennar bekk væru á leiðinni heim.

Henry Hermann komst semsagt heim heilu á húfi. Honum fannst snjórinn svaka skrítinn. Þegar við löbbuðum út í morgun og hann sá snjókomuna sagði hann: "Vá!" Svo þegar strætó kom þurfti ég hálfpartinn að draga hann út í snjóinn. Það var eins og hann vissi ekkert hvernig hann ætti að labba á þessum hvíta hlut.

Eftir að hann hafði tekið lúrinn sinn, þá klæddi ég hann upp og fór með hann út að leika í snjónum. Honum fannst það svaka gaman eins og sjá má á meðfylgjandi myndum :)











11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahá... Það er semsagt meiri snjór hjá þér en okkur! Það verður að segjast dáldið spez...

Hann er svo sæææætur á þessum myndum... aaaalger dúllurúlla! :D

Nafnlaus sagði...

Mér fannst eins og þetta væru myndir frá Íslandi, mikið var gaman að sjá Henry í snjónum það var eitthvað svo heimilislegt. Dalvíkurspámenn segja að það verði hvít jól þetta árið. Þeir eru kannski að ruglast á heimsálfum...... ahahh alltaf jafn fyndin, þú manst Sigga mín. Bið að heilsa í bili hérna megin.
Kveðja
Marta

Nafnlaus sagði...

Þetta eru alveg svakalega flottar myndir af Henry Hermanni. Hann hefur greynilega gaman af að leika sér í snjónum.

Nafnlaus sagði...

haha, jæja.. móðir hefur semsagt fundið dálkinn til að skrifa í.. sem virtist hafa bara "horfið"... hahaha

Nafnlaus sagði...

Ertu hætt að blogga Sigga mín.
Það væri nú gaman að fá eitt blogg um jólaundirbúningin.

Nafnlaus sagði...

Siiiigggggggggaaaaaaa

Nafnlaus sagði...

Sigga mín farðu nú að blogga fyrir okkur. þetta er orðið dálítið langt síðan síðast.

Nafnlaus sagði...

Það væri gaman að fá smá myndasyrpu og fáein orð.

Nafnlaus sagði...

Sigga, það er ekki hægt að vera með jólaívaf á blogginu þegar komin er miður febrúar. Farðu nú að taka myndir og segja tíðindi frá Ameríku.

Nafnlaus sagði...

Jæja Sigga. Er enn snjór í Vesturheimi?

Farðu nú að skella inn nokkrum línum. Við getum reynt að setja ný markmið: Fréttir á hálfs árs fresti. Hvernig hljómar það?

Kveðja frá Fróni
Auður og co

Nafnlaus sagði...

Genial fill someone in on and this mail helped me alot in my college assignement. Thanks you for your information.