miðvikudagur, 28. febrúar 2007

Þungir þankar

Kynþáttafordómar eru sérstakt fyrirbæri. Eftir að hafa búið í Bandaríkjunum núna í þrjú ár hef ég heyrt og séð hin ýmsu stig fordóma. Íslendingar hafa jafnan talið sig vera fordómalausa, allavega á meðan á Íslandi voru aðallega hinn hvíti kynþáttur. Eftir að fólk frá Asíu fór að taka sér búsetu á Íslandi þá fóru kynþáttafordómar að kræla á sér. Svo virðist sem fólk telur sig vera laus við kynþáttafordóma og hneykslast á löndum þar sem fordómar eiga sér stað... þangað til fleiri kynþættir fara að blandast inn í þeirra lönd.

Kynþáttafordómar í Bandaríkjunum eru aðallega hvítir á móti svörtum og á sér rætur að rekja til þrælahaldsins. Þó nú séu liðin tugir ára síðan þrælahald var tekið af og lögum í landinu breytt svo svartir hafi nú jafnan rétt og hvítir samkvæmt lögum þá virðist það nú samt ekki vera svo. Ég get vel skilið að svart fólk hafi verið mjög kvekt á öllu því misrétti sem þeim var sýnt og get vel skilið að það hafi verið erfitt að fyrirgefa si svona. Ég get líka skilið að það geti tekið fjölda ára að fyrirgefa þvílíka svívirðu og virðingarleysi sem þeim var sýnt. En nú er hægt að rekja nokkra ættliði frá þessu tímabili og fólk á mínum aldri hefur haft sama rétt og hvítir allt sitt líf.

Ég nefndi að það virðist ekki vera jafnrétti milli svartra og hvítra. Ég er ekki að meina að hvítir hafa meiri rétt, heldur þveröfugt. Svartir virðast telja sig hafa meiri rétt. Þ.e. þeir nota allt sem á móti þeim er sem "kynþáttahatur" og leggja það fyrir dóm sem slíkt. Það sem verra er, þeir komast upp með það vegna þess að ef hvít manneskja er ákvörðunarvald þá oft á tíðum "neyðist" sú persóna að úrskurða svartra í hag eða á á hættu að missa vinnuna, þ.e. ef erfitt er að sanna hver er í órétti.

Hér í Bandaríkjunum er líka annars konar fordómar. Svartir á móti rest. Svertingjum og Mexíkönum kemur ekki vel saman, eða svörtum og Asíubúum. Það er að sjálfsögðu ekki rétt að alhæfa vegna þess að skólar eru jú blandaðir og krakkar eru svo til yfir þetta hafin.

Nú á persónulegum nótum þá hef ég dæmi um fordóma sem gerðist í fyrradag á hervellinum Walter Reed. Á rannsóknarstofunni þar sem Dan vann áður en hann fékk nýju stöðuna var maður frá Víetnam. Hann talar ekki góða ensku en skilur betur. Dan var sá eini sem talaði við hann að ráði, bæði þar sem Nahm talar ekki mikið (Dan getur fengið alla til að tala) og einnig þar sem þeir voru einu karlmennirnir á stofunni. Hann hringdi í Dan heim í fyrradag og var í öngum sínum. Hann hafði lent í árekstri á vellinum en var í fullum rétti þar sem svört kona hafði klesst á hann. Lögreglumaðurinn sem kom á staðinn var svartur. Hann sagði að áreksturinn væri Nahm að kenna og þegar Nahm reyndi að mótmæla þá hótaði lögreglumaðurinn honum og sagðist myndi handtaka hann.

Þar sem Dan hefur verið í hernum þá kann hann á valdastigann innan hersins. Hann sagði Nahm hver væri yfirmaður lögreglumannsins og að ef hann hafi verið í rétti og væri hræddur um hvernig málið myndi fara þá skyldi hann tala við yfirmann lögreglunnar. Sá yfirmaður væri hvít kona og hún ætti að hafa videoupptökur af atvikinu þar sem myndavélar eru um allan völl. Hún myndi sjá hver hefði rétt fyrir sér. Dan bauðst til að fara með honum ef hann vildi þar Nahm var óöruggur í enskunni.

Í gær fóru þeir svo á fund yfirmannsins og sögðu frá atvikinu. Hún fann upptökuna og sá að Nahm var í rétti. Hún fann skýrsluna sem lögreglumaðurinn hafði skrifað um atvikið og sá að hann hafði falsað skýrsluna, þ.e. sagði rangt frá atvikinu og að Nahm hafi verið í órétti. Yfirmaðurinn kallaði svo til sín konuna sem keyrði á Nahm og hún sagði rétt frá því sem hafði gerst og sagði það sama og Nahm um lögreglumanninn. Það sem gerðist næst var að yfirmaðurinn kallaði lögreglumanninn til sín og rak hann á staðnum. Hann fékk svo lögreglufylgd út af vellinum og er ekki velkominn inn fyrir völlinn aftur.

Þetta er því miður ekki óalgengt að svartur taki málstað svartra hvort sem það er rétt eða rangt. Ég fyrir mitt leyti þoli ekki ranglæti í hvaða mynd sem er. Ég hef ekki talið mig haldna kynþáttafordómum, en það er ekki auðvelt að hugsa vel til svartra þegar svona ranglæti skýtur upp kollinum á hverjum degi í fréttunum. Alls konar málefni koma upp og ég tek svo oft eftir að það væri ekki einu sinni til umfjöllunar í fréttunum ef sama kemur upp hjá hvítu fólki.

Ég þakka fyrir ef þú hefur lesið þetta til enda og vona að þú hafir ekki dáið úr leiðindum ;)
Og pabbi ef þú fannst einhverjar málfræðivillur eða klaufalegt orðalag þá biðst ég afsökunar ;) Það er alveg ferlegt hvað ég á stundum bágt með að finna rétt orðalag nú orðið og stend stundum alveg á gati þegar ég þarf eitthvað orð en get ekki munað það.

Ég kveð að sinni :)

2 ummæli:

Unknown sagði...

Já ... Þessi umræða fær blóðið í mér yfirleitt til að renna ögn hraðar en venjulega.

Mat á einstaklingi einvörðungu vegna þess litar sem er á húð hans er ávallt jafn heimskulegur, óháð því hvar við erum í heiminum. Rétt eins og mat á einstaklingi einvörðungu vegna kynferðis er alltaf jafn heimskulegt.

Lagaleg staða fólks í US er sú sama óháð því hvaða litur er á húð þess. Hins vegar er óralant frá því að fólk hafi sömu tækifæri eftir því hver liturinn er. Það orsakast fyrst og fremst af því að tækifæri fólks í lífinu skapst af fjárhagslegri stöðu þess. Staðreyndin er sú að fjárhagsleg staða hvítra er að meðaltali betri en fjárhagsleg staða svartra, latino og annarra "minnihlutahópa" í US.

Því er hægt að segja að lagaleg staða fólksins sé sú sama en tækifæri þeirra í lífinu eru alls ekki þau sömu.

Mbk, Auður

Nafnlaus sagði...

Það er akkúrat málið.