Á miðvikudag í síðustu viku hittum við Annie og yngri dótturina Charlotte úti þegar Henry Hermann var að koma heim úr skólanum. Þær voru að fara eitthvað og við aðeins spjölluðum saman um hvernig Henry Hermanni og Charlotte líkaði að fara í skóla. Við Henry Hermann fórum svo að lokum inn. Þegar við vorum komum upp á þriðju hæð ýtti Henry Hermann mér í átt að dyrum nágrannanna í stað þess að fara að okkar dyr. Hann vildi greinilega leika við Charlotte, en áttaði sig ekki á því að þær voru ekki heima. Við hittum þær svo aftur á föstudag og sagði ég Annie hvernig Henry Hermann hafði látið. Við ákváðum þá að leyfa þeim að leika sér saman á mánudagseftirmiðdag.
Á mánudag klukkan fjögur fórum við svo yfir og bönkuðum á dyrnar. Henry Hermann fór strax að brosa eins og hann vissi hvað var að fara að gerast. Sara, eldri systirin kom til dyra og vísaði okkur inn. Sara verður 6 ára á þessu ári, en Charlotte verður 4ja í desember. Charlotte hafði teiknað tvær myndir sem hún gaf Henry Hermanni strax. Hún hafði hlakkað til að leika við hann. Þau byruðu strax að leika, fyrst niðri en svo fljótlega fór Charlotte upp og Henry Hermann elti. Við Annie vorum niðri að spjalla og fljótlega heyrðum við hlátur og gaman koma að ofan. Þeim kemur mjög vel saman Charlotte og Henry Hermanni. Það var svo allt annað að sjá þau tvö saman heldur en Isabellu sem átti heima þarna áður. Við vorum þarna í tæplega tvo tíma. Ég held að Henry Hermanni hafi fundist þetta bara vera hálftími, því hann var ekki tilbúinn að fara heim.
Í dag þegar ég sótti Henry Hermann og við vorum komum upp, sáum við Annie og Charlotte vera að fara út úr íbúðinni sinni. Henry Hermann fór rakleitt til þeirra og hreinlega æddi inn til þeirra. Hann var ekki ánægður þegar ég skipaði honum að koma út. Greyið fór að hágráta. :(
fimmtudagur, 22. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hææ:D
guuð jvað þetta er krúttlegt
en mamma og pabbi biðja heilsa ur nyju ibuðinni:D
Bææ(L):)
Það er greinilegt að hann er farinn að hafa mikla félagslega þörf fyrir að leika við jafnaldra sína. Mér líst vel á þetta. Ég er alltaf jafn glöð þegar ég sé nýtt blogg.
Kveðja
Mamma/amma
það eru svo óskýrar myndirnar er eitthvað hægt að laga það?
Nei, myndirnar eru teknar á símann. Þær eru svona óskýrar.
Skrifa ummæli