Á miðvikudaginn var allt óröyggi farið af Henry Hermanni hvað varðar skólann og skólastrætó. Hann gekk sjálfur upp tröppurnar í strætó og gekk beint í sætið sitt án þess að mótmæla nokkrum manni. Þegar ég tók á móti honum úr strætó kom hann skælbrosandi á móti mér. Á fimmtudag fékk ég ummæli í skrifbókina frá kennaranum að honum gengi "svo vel" og var það undirstrikað. Melissa sagði að hann væri farinn að hlægja og brosa mikið. Honum fyndist gaman að fylgjast með krökkunum og hann væri farinn að taka miklu meira þátt í leikjum með þeim. Hún sagði að hann hefði líka krítað á krítartöfluna heillengi. Ég hugsa að þar hafi hann afsannað kenningu þeirra í upphafi að hann hafi athyglisskort ;) Þau fóru í stólaleik þar sem tónlist var spiluð og þegar þau stoppuðu tónlistina settust allir í stóla. Þau hins vegar tóku aldrei stól í burtu þannig að allir gátu alltaf sest.
Um helgina fórum við að versla stuttermaboli fyrir guttann, þar sem hitinn hafði farið upp í 20 stig tvo daga í síðustu viku. Þó svo að það hafi aftur kólnað og farið niður fyrir frostmark um helgina, þá fer að hlýna aftur í lok þessarar viku.
Í dag var svo kominn tími til að fara aftur í skólann og var Henry Hermann alveg tilbúin í það. Hann vaknaði á meðan ég var að taka til í töskuna fyrir hann. Hann var voða sybbinn, en við höfðum nógan tíma til að taka öllu rólega. Þegar við vorum búin með morgunverðinn fór Henry Hermann að skoða töskuna sína og settist í stigann eins og hann gerir alltaf þegar hann er að fara út. Hann var semsagt tilbúinn að fara. Ég sagði honum að það væri ennþá svolítill tími þangað til strætó kæmi og leiddi hann aftur inn. Svo þegar tíminn var kominn fórum við út og hann gekk upp stigann að strætó og tók í hendina á strætóbílstjóranum þegar hann rétti hana út til að hjálpa honum upp. Engin vandræði með skólagöngu þessa stráks :)
mánudagur, 19. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Mikið er gaman að sjá hvað þetta gengur vel. Það er spennandi að fylgjast með þessu.
Kveðja
Mamma/amma
Gott að heyra...
kossar og knús til litla frænda
Skrifa ummæli