mánudagur, 30. apríl 2007

Hann kann ekki að tala, en......

...... hann kann að telja!

Um helgina gaf Dan Henry Hermanni litabók sem einnig inniheldur límmiða. Á einni límmiðasíðunni eru tölustafir en þeir eru ekki í réttri röð. Þegar við Henry Hermann vorum að skoða bókina og vorum á tölusíðunni, þá benti hann á tölustafina í réttri röð! Og ekki nóg með það heldur taldi hann upphátt á ensku! Það er þó einn galli. Það hefur gleymst að setja samhljóða í Henry Hermann. Þegar hann telur þá koma bara sérhljóðar út þannig að það hljómar: "o... ú... í... o... æ... i" (one... two... three... four... five... six).

Melissa kennari skrifaði í bókina á föstudaginn að Henry Hermann væri farinn að reyna að segja orð eins og "hæ" sem ég hef einnig heyrt og það hljómar eins og "ha". Þegar honum er rétt eitthvað segir hann "a ú", sem gæti verið "thank you". Hann hefur gert það nokkuð lengi.

Við fengum bréf heim frá skólanum og var verið að bjóða uppá sumarskóla (extended school year). Matsnefndin sem prófaði Henry Hermann fundar í lok skólaársins til að ákveða hvað framhaldið verður með hann. Þau ráðleggja að hann fari í sumarskólann sem byrjar í byrjun júlí og er til byrjun ágústs. Við erum ekkert á móti því og ég held að Henry Hermann sé ekkert á móti því heldur. Hann virðist mjög ánægður í skólanum segir Melissa og ég sé það líka á því hvað hann er sáttur við að fara í skólann. Þegar við erum að bíða eftir strætó og hann er heldur seinn á ferðinni, þá köllum við Henry Hermann á strætó. Ég segi: "strææætoooó" og Henry Hermann segir: "æææoooó". Svo þegar strætó er kominn sest Henry Hermann í sætið sitt, vinkar mér bless og gefur mér fingurkoss.

Sumarskólinn verður hins vegar í öðrum skóla þar sem það á að fara að mála skólann hans Henrys Hermanns. Það er ekki víst að það verði sama starfsfólk/kennarar, en það verða sömu krakkar og sami strætó sem sækir og keyra krakkana heim. Besti vinur Henry Hermanns, Chadi, tekur strætóinn í skólann og þannig að ég held að breytingin verði ekkert voða slæm. Við eigum samt eftir að funda með kennurunum og tala um hvert framhaldið verður og hver staðan er með Henry Hermann og sumarskólann. Ég læt að sjálfsögðu vita hvað kemur út úr því.

Ég kveð að sinni. :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég las þetta comment af mikilli athygli og skemmti mér konunglega.
Kallaði á pabba/afa til að lesa þessar góðu fréttir. Við erum mjög glöð yfir því hvað þetta virðist ganga vel. Biðjum að heilsa.

Nafnlaus sagði...

hahah, en gaman.. :D