mánudagur, 2. apríl 2007

Páskafrí

Það er komið Páskafrí. Enginn skóli þessa viku, en hann byrjar aftur 10. apríl. Það gengur ennþá mjög vel og Henry Hermann fer ákafur í strætó og kemur ánægður og uppgefinn heim. Þegar hann kemur heim fær hann sér að drekka og steinsofnar svo fljótlega.

Það eru tveir strákar sem hann umgengst mest í skólanum. Þeir heita Chadi og Jonathan. Jonathan byrjaði í skólanum vikuna á eftir Henry Hermanni og er hann eini strákurinn sem ég hef ekki séð. Chadi er af asískum uppruna og sagði kennarinn strax í viðtalinu að hún væri viss um að þeim tveimur myndi koma vel saman.

Dan hringdi á sýsluskrifstofuna í Frederick og spurðist fyrir um hvort þeir hefðu sama skólakerfi og hér í Montgomery sýslu. Fékk hann þau svör að svo væri. Þetta skólakerfi er á vegum Marylands fylki, en ekki sýslunnar. Það eru frábærar fréttir þar sem við vorum að hugsa hvort við ættum að vera að flytja ef Henry Hermann gæti ekki lengur verið í skóla. Við flytjum akkúrat í byrjun nýs skólatímabils þannig að þetta gengur vonandi allt upp. Við vonum bara að Henry Hermanni líki eins vel við nýja umhverfið, kennara og krakka.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er fínt að hann geti haldið áfram í skóla þó þið flytjið.
Það gengur vonandi bara vel

Nafnlaus sagði...

Jæja, nú fer mig að þyrsta í fréttir af frænda mínum. Hvernig gekk að fara aftur í skólann eftir páskafríið? Var hann "duglegur" að borða páskaeggið? Er komið sumar hjá ykkur? Eruð þið búin að finna nýja íbúð?

Mbk, Auður