föstudagur, 20. apríl 2007

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld

Ja hérna. Tíminn líður bara alltof hratt. Ég trúi ekki að það sé svona langt síðan ég bloggaði. Hérna koma nýjustu fréttir Auður mín... ;)

Það var súpergott að fá íslenskt Páskaegg. Ég held að ég hafi haft mestu ánægjuna af því að borða minn skammt :) Við vissum að það var von á Páskaeggjum frá Íslandi, þannig að við vorum ekki að kaupa neitt Páskasúkkulaði fyrir Henry Hermann. Við gáfum honum hins vegar Páskakörfu sem er einn af siðunum hérna. Það eru tilbúnar Páskakörfur í búðunum með alls konar dóti fyrir krakka á ýmsum aldri. Henry Hermann er svo mikið fyrir bolta, þannig að við gáfum honum körfu með þremur boltum og körfuboltakörfu. Hann var alveg klár á því hvað átti að gera við þessa körfu og var á fullu að henda boltunum í körfuna á meðan pabbi hans var að reyna að festa hana við spjaldið til að hengja hana upp. Það var því basl að koma henni saman en eftir nokkurn tíma tókst það nú. Á milli bolta fékk Henry Hermann sér svo bita af besta súkkulaði í heimi. :)

Það var sko ekki mikið mál að koma honum í skólann eftir Páskafrí. Ég held að hann hefði sagt ef hann gæti talað: "Það var kominn tími til að ég færi í skólann". Hann sá að ég tók til skólatöskuna og hann rauk og náði í skóna sína. Þegar við vorum komin út og hann sá strætó, þá brosti hann breitt.

Í síðustu viku fékk Henry Hermann sitt fyrsta kvef. Hann var stíflaður í tvo daga og hóstaði annað slagið, líka uppúr svefni. Ég hélt svo að hann væri að lagast en svo aðfaranótt sunnudags vaknaði hann upp grátandi. Ég reyndi að leggja hann niður aftur eins og vanalega þegar hann vaknar um nætur, en hann var voðalega pirraður og gat ekki legið kyrr. Ég fann að hann var heitur og mældi hann. Hann var með 38.5 stiga hita. Ég hafði tvisvar áður gefið honum barna Tylenol, sem má líkja við Panódíl. Það er fljótandi og er með kirsuberjabragði. Hann var í rauninni ekkert veikur þegar ég gaf honum það áður, en hann var svo ólíkur sjálfum sér og pirraður að ég hélt kannski að honum væri illt einhvers staðar. Honum líkaði vel þetta meðal þá,þannig að mig grunaði ekki að það yrði neitt basl að gefa honum það núna. Annað kom á daginn. Hann vildi ekki einu sinni reka tunguna í meðalaglasið. Ég reyndi að setja rör í glasið og láta hann drekka það þannig, en ekkert gekk. Loksins fékk hann smá á tunguna og hann byrjaði undir eins að kúgast. Hann kúgaðist svo mikið og lengi að ég þaut með hann inn á bað og hélt að hann ætlaði hreinlega að æla. En hann jafnaði sig loksins. Ég varð að gefast upp. Það eina sem ég gat gert var bara að hálf liggja og hálf sitja með hann í rúminu hans þangað til loksins að hann sofnaði aftur.

Daginn eftir var hann voðalega veiklulegur og vildi bara liggja uppí sófa eða í fanginu mínu. Hann vildi voða lítið borða og ekki einu sinni drekka uppáhalds djúsinn sinn. Loksins um eftirmiðdaginn gátum við komið í hann smá djús, en bara í smá sopum og einn sopa í einu. Mig grunaði að honum væri illt í hálsinum. Dan hafði blandað Tylenol við djúsinn og það rok virkaði þannig að eftir klukkutíma var eins og Henry Hermann hefði aldrei verið veikur. Við sendum hann ekki í skólann á mánudaginn, sem betur fer því hann fékk aftur hita þá. Hann var aðeins viljugri að súpa á djúsi en ég þurfti alltaf að biðja hann að súpa hvern sopa. Hann fór ekki í skólann fyrr en á miðvikudag og eins og fyrr var hann mjög viljugur að fara. Sem betur fer var hann ekki lengi að jafna sig á þessum veikindum... hraustur strákur :)

Nú er ég hins vegar með hálsbólgu og er það lítið gaman. En "Allt er nú til í Ameríkunni" og tek ég inn ýmislegt til að láta mér líða eins vel og hægt er að líða með hálsbólgu og nefstíflu/nefrennsli. Vonandi hristi ég þetta af mér fljótlega.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú er svo sannarlega fljót að bregðast við óskum um fréttir, takk fyrir það.

Æ, litli kúturinn. Veikindi eru samt klárlega fylgifiskur þess að hann er byrjaður í skóla. Þetta er svona hjá öllum og þið megið alveg gera ráð fyrir því að nú verði hann örðu hverju veikur. Hins vegar má líka líta á björtu hliðarnar því ónæmiskerfið í honum styrkist um leið.

Ég vona að þú náir að jafna þig fljótt á hálsbólgunni.

Bestu kveðjur frá "sumrinu" á Íslandi.
Auður

Nafnlaus sagði...

Loksins loksins, ég var farin að halda að þú værir hætt að blogga.
En mikið er gaman að svo er greinilega ekki. Gott að ekkert bakslag kom eftir páskafrí.

kveðja
mamma/amma

Nafnlaus sagði...

Gleymdi að skrifa hver ég er.