Videoblogg og myndir af Hrekkjavökunni.
Það eru smá hljóðtruflanir allavega mínu megin, en skilaboðin komast til skila að mestu.


Fyrsta myndin er af graskeri sem Dan skar út í tilefni af Hrekkjavökunni. Við settum kerti inní það og settum fyrir utan útidyrnar hjá okkur. Seinni myndin er af Henry Hermanni í búningnum sínum. Hann var svolítið úrillur ennþá eftir að vera vakinn af eftirmiðdagslúrnum sínum svo það var ekki auðvelt að taka mynd af honum. Skapið batnaði þó fljótlega þegar pabbi hans fór með hann að banka á dyr nágrannanna.
3 ummæli:
það er alveg svakalega erfitt að horfa á þetta video blogg það er svo slitrótt. En ekki gefast upp haltu þessu áfram.
Já eins og mamma segir.. frekar erfitt að horfa á þetta.. en ég er samt sátt með effortið :D
Rosalega er ég sátt við video-bloggin þín. Það verður líka gaman að fá að sjá glitta í Henry Hermann öðru hverju.
Truflanirnar voru ekkert svakalega truflandi, það skildist alveg það sem þú varst að segja.
Annars er ég alveg sammála Mörtu, þú ert komin með töluvert bandarískan hreim, mín kæra. Vonandi verður hægt að redda því fljótlega.
Mbk, Auður
Skrifa ummæli