Í fyrrasumar fórum við Henry með Michelle og Isabellu dóttur hennar sem áttu heima hérna við hliðina á okkur á leikvöll hérna í grendinni. Ég hins vegar gat aldrei munað hvað leikvöllurinn hét eða við hvaða götu hann var. Ég gat heldur ekki munað hvaða leið við fórum vegna þess að mér finnst allt vera eins hérna. Hús og tré. Öll húsin eru svipuð og öll trén eru eins. Ég hafði reynt að finna þennan leikvöll á korti en það var sama, ekkert vakti upp minningar.
Um helgina höfðum við bíl og ég var staðráðin í að finna þennan leikvöll vegna þess að mér líkaði hann mjög vel. Hann var stór með mörgum leiktækjum og völlurinn sjálfur var má segja teppalagður með gerviteppi þannig að ef krakkarnir detta, þá er það alltaf mjúk lending. Svo er stór grasvöllur líka þar sem fólk og krakkar æfa sig í hinum ýmsum boltaleikjum. Til dæmis amerískum fótbolta, fótbolta og hafnarbolta.
Á laugardaginn hafði ég fundið á korti tvo garða sem ég skrifaði niður og fann út leiðina þangað. Við fórum svo af stað, en fundum út að hvorugur staðurinn var þessi fíni garður. Á sunnudag skoðaði ég aftur kortið. Ég mundi að við höfðum farið framhjá gagnfræðaskólanum í hverfinu og mundi ég nafnið á honum. Ég fann þá leiðina að honum og reyndi að finna garð næstum honum og reyndi að sjá leiðina fyrir mér í huganum. Ég skrifaði niður tvo aðra garða og hafði ég góða tilfinningu fyrir öðrum þeirra. Við lögðum svo af stað. Og viti menn þarna var garðurinn! Þar sem við höfðum loksins fundið hann, fórum við út og leyfðum Henry Hermanni að leika sér. Hann hafði mjög gaman af. Skoðið myndirnar undir "myndir".
fimmtudagur, 15. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ Sigga, það eru miklu skýrari myndirnar sem þú settir inn frá skólanum helur en hinar. Af hverju er það'
Skrifa ummæli