... "ííííííííí"...
Þetta er svarið sem Henry Hermann gefur þegar ég spyr hann "how old are you?" (hvað ertu gamall). Hann svarar: "ííí" (three). Við vorum alveg með þetta á hreinu þegar við vorum á læknastofunni í gær. Við vorum að bíða eftir lækninum og ákvað ég að reyna að kenna honum að segja hvað hann væri gamall. Hann hins vegar vildi ekkert svara lækninum þegar hún spurði hann sem var fyndin tilviljun að það var það fyrsta sem hún sagði við Henry Hermann. Hann svaraði hins vegar pabba sínum þegar hann spurði hann þegar hann kom heim. Það er ekki sama hver er hjá Henry Hermanni.
Henry Hermann er aftur kominn með eyrnabólgu og þurfti aftur að fá sýklalyf í gær. Hann fékk sterkari lyf en síðast og sagði læknirinn að það væri svo stutt síðan hann hafði eyrnabólgu og vildu hún því gefa honum sterkari lyf og hitta hann svo aftur eftir 6 vikur og fylgjast með hvort allt væri í lagi með hann. Hún sagði samt að það væri í fínu lagi að senda hann í skólann í dag svo framarlega sem hann virtist hress.
Í dag er "vatnsdagur" í skólanum sem þýðir að krakkarnir fá að busla í vatni. Ég þurfti að gíra hann upp í sundskýlu og föt sem mátti verða blaut eins og stuttbuxur og stuttermabol og sandala. Svo hafði hann með sér þurr föt til skiptanna og skó. Henry Hermann er svaka buslari og elskar að vera í vatni þannig að þetta verður örugglega skemmtilegur dagur hjá honum.
miðvikudagur, 30. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
wohoo..
glæsilegt..
Hann er allur að koma til. það er gaman að heyra um þessar framfarir sem virðast vera hjá honum. En það bendir allt til þess að ég þurfi að fara að panta tíma í enskukennslu. En þetta er fínt, það er sama á hvaða máli það er.
Jamm mamma, þú verður að fara að læra enskuna. Ég verð greinilega að ýta enskunni að Henry Hermanni til að byrja með þar sem hann verður að fara að tala áður en hann byrjar í skóla. Svo ýti ég íslenskunni að honum seinna. Það er margt sem hann skilur á íslenskunni, en allt nýtt fyrir hann verður að vera á ensku að þessu sinni.
Skrifa ummæli