föstudagur, 22. júní 2007

Frederick

Við vorum búin að sækja um íbúð í íbúðaþyrpingunni Wellington Trace í Frederick borg. Við vildum upphaflega 4ja herbergja íbúð, en það var engin laus á því tímabili sem við þurftum að flytja þannig að Dan sótti um 3ja herbergja íbúð sem við vorum samþykkt fyrir. Fyrir nokkrum dögum var hringt frá Wellington Trace og sagt að 4ja herbergja íbúð myndi losna 25. júlí og gætum við fengið hana ef við vildum. Dan sagði að við gætum ekki flutt fyrr en í kringum 10. ágúst þar sem við værum með samning hérna sem rynni ekki út fyrr en þá. Maðurinn sagði að það væri allt í lagi, það tæki u.þ.b. 10 daga að hreinsa íbúðina og hafa hana tilbúna fyrir nýja leigjendur og þeir myndu halda íbúðinni fyrir okkur þangað til við gætum flutt inn ef við vildum. Við þyrftum samt að leggja inn tryggingu ef við vildum að þeir tækju íbúðina frá fyrir okkur.

Við fórum því í dag til Frederick, lögðum inn tryggingu og breyttum umsókninni þannig að hún gilti fyrir þessa 4ja herbergja íbúð. Hún er 500 dollurum ódýrari en íbúðin sem við búum í núna. ...... Og Beggó!... Byggingin sem íbúðin er í er næsta bygging við klúbbhúsið! Og það þarf ekki að fara inn í klúbbhúsið til að fara í sundlaugina, heldur er hlið opið beint að sundlauginni. Bara nokkur skref frá íbúðinni að sundlauginni maaarrr! Íbúðin er á 1stu hæð.

Mér líkar betur og betur við Frederick því oftar sem ég kem þangað. Það er svolítið skrítið að það er einhvern vegin ákveðin tilfinning sem kemur yfir mig. Veit ekki alveg hvernig ég get útskýrt það. Ég hef heyrt um fólk sem finnur fyrir einhverju á ákveðnum stöðum og er Hrönn vinkona þannig. Hún gengur inn í íbúð og hún annaðhvort finnur fyrir einhverju slæmu, kannski þó bara í ákveðnum hluta íbúðarinnar, eða hún finnur fyrir góðri orku... hvernig sem þetta nú virkar allt saman. Ég hef nú ekkert fundið mikið fyrir svona skyggnigáfu hjá mér og er ég nú ekkert heldur að sækjast mikið eftir því þar sem ég er nú svolítil skræfa. En það er svo skrítið að þegar ég kem á ákveðin stað á leið til Frederick, þá líður mér einhvern veginn betur. Veit ekki alveg hvernig á að útskýra það... jú... nú veit ég... Það er eins og ég anda léttar.

Mammsí, ég veit að þér líkaði nú ekkert svaka vel við Frederick, en þú sást bara örlítinn hluta borgarinnar og elsta hlutann. Ég verð nú samt að segja að ég meira að segja kann vel við þann hluta... finnst hann bara nokkuð krúttlegur ;)

Íbúðin er alveg á útjaðri borgarinnar og er næsta nágrenni hreinlega sveitin. Þið verðið öll sömul að koma og heimsækja okkur á þennan nýja stað. Ég held að við verðum örugglega ánægð á þessum stað.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er fínt að þetta er frá gengið með nýju íbúðina. Vonandi eigið þið eftir að kunna vel við ykkur þarna. Ég hlakka til að koma í heimsókn.

Nafnlaus sagði...

vúhúúúúú...

Ég keypti mér bikiní í dag.. svo að ég er bara tilbúin að lalla út í garð :D

Nafnlaus sagði...

Sara Lind bað mig vinsamlegast um að senda kæra kveðju vestur um haf með kærri þökk fyrir afmælispakkann. Hann kom sem sagt nú í kvöld og vakti mikla lukku. Systurnar voru sammála um að fötin væri svakalega flott og svo sló Latabæjarkortið líka alveg í gegn.

Við þökkum því vel og mikið fyrir sendinguna.

Hins vegar óttumst við að allir séu lagstir í dvala í útlandinu eða að netsamband hafi með öllu rofnað. A.m.k. bendir bloggleysi hér á síðunni til þess að eitthvað sé ekki alveg eins og það á að vera. HENRY; PIKKAÐU Í MÖMMU ÞÍNA OG SEGÐU HENNI AÐ VERA DUGLEGRI AÐ BLOGGA.

Með kærri kveðju frá öllum á Hávallagötunni.

Nafnlaus sagði...

Henry er búinn að yfirtaka tölvuna!!!

Nafnlaus sagði...

Sigga farðu nú að gera eitthvað í þessu bloggleysi. Senda myndir og svoleiðis.

Nafnlaus sagði...

Sigga common.
þetta er ekki hægt maður er alltaf að kíkja og ekkert gerist.
Nú verður eithvað að hafa gerst næst þegar ég kíki.

Mamma

Nafnlaus sagði...

Siiiiiiiigggggggggggggaaaaaaaa

Nafnlaus sagði...

Sammála síðasta ræðumanni.
Mbk, Auður